Jökull Sólberg

EuroTragedy - Bókaglósur
July 16, 2018

Amazon.com Goodreads

EuroTragedy eftir Ashoka Mody þræðir sögu myntbandalags Evrusvæðisins, aðdraganda þess, sögulegt samhengi, innbyrðis deilur ríkjanna sem rekja má til bandalagsins og hvernig myntinni hefur vegnað síðan hún var kynnt.

Ashoka er með PhD í hagfræði frá Boston University, fór þaðan til AT&T, svo til World Bank og starfaði svo sem aðstoðar forstöðumaðurr Evrópudeildar AGS (e. International Monetary Fund). Þegar Efnahagskreppan 2008 skall á var hann aðal tengiliður IMF gagnvart Írlandi.

Hér fyrir neðan hef ég tekið saman glósur og staðreyndir úr bókinni sem mér fannst sjálfum merkilegar, komu mér á óvart eða einfaldlega hluti og röksemdafærslur sem ég vil halda til haga fyrir sjálfan mig.

Rómarsáttmálinn tók gildi 1958. Þar voru lögð drög að samstarfi Evrópuríkja þegar þau voru enn í sárum eftir heiftarlegar styrjaldir. Á þessum tíma var efnahagur heimsins í miklum vexti. Sáttmálinn sjálfur var formsatriði, en í honum fólst samstarfsandi sem aukið samstarf til ca. níunda áratugarins var byggt á — semsagt ákveðið “blueprint” að frekara samstarfi. Tollar voru lækkaðir og hámörk á útflutningi voru afnumin. Sáttmálinn lagði grunninn að auknu samstarfi, en var þeirri gæfu gæddur að grafa ekki undan sjálfstæði ríkjanna. Stríðið var í baksýnisspeglinum en margir vildu spreyta sig á að taka hugsjónina um samstarf enn lengra.

Í kringum árið 1960 fór aðeins vindurinn úr seglum efnhagsundursins sem átti sér stað í kjölfar heimsstyrjaldanna. Þýskaland hélt áfram að dafna en bilið í GDP vexti þjóðanna tók að víkka. Á þessum tíma voru evrópuríkin aðili að Bretton Woods samkomulaginu þar sem gjaldmiðlar voru festir við USD. Innan Bretton Woods fluttu sum lönd út meira en þau fluttu inn og þar af leiðandi voru sum ríki sem fluttu meira inn en út. Frakkland til dæmis heltist aftur úr Þýskalandi og flutti meira inn en út, og Þýskaland varð útflutningsríki. Viðskiptahalli Frakklands var fjármagnaður af skuldum af því gjaldmiðlarnir voru fastir við USD. Eftir sem leið á og skuldabilið jókst reyndist erfiðara og erfiðara fyrir útflutningsfyrirtæki að flytja út nema að geta lækkað sinn gjaldmiðil, t.d. frankann. Gjaldfelling þurfti hinsvegar samþykki IMF (AGS). Þegar ríki fengu leyfi til að lækka skráð gengi var það viðurkenning á að hagkerfið væri að heltast úr lestinni gagnvart öðrum þjóðum. Markaðurinn fór að veðja á gengisfellingar og hamstraði þýsk mörk. Samanburður þjóðanna fór ekki framhjá neinum. Frakkar voru niðurlægðir, og þýska pressan hjálpaði ekki. Í hugum margra voru þjóðverjar að nýta sér aðstöðumun sinn. Í raunveruleikanum voru þetta tvær þjóðir með gengið fast við hvor aðra, en að labba í sitthvora áttina efnahagslega.

Menn spurja: Hver er lausnin á þessu? Pompidou, nýkjörin Frakklandsforseti var sannfærður um að lausnin væri að nota sama gjaldmiðil og Þjóðverjar. Frakkar myndu þá njóta sömu styrkingar. Allir í eina sæng og þá fara vandamálin, niðurlægjandi gengisfellingar o.fl. út um gluggann.

Á þessum tíma voru hagfræðingar (Milton Friedman, Harry Gordon Johnson og reyndar ýmsir þýskir hagfræðingar líka) að hrekja Bretton Woods og fastgengisstefnur. “Tími fyrir flotgengi!”, þá verður gjaldmiðillinn mælieining á hagkerfi hvers lands og menn geta farið að vinna vinnuna sína strax í stað þess að fela sig á bak við viðskiptahalla og fresta niðurlægjandi og óvinsælum ákvörðunum. Bretton Woods brotnaði niður í lok sjöunda áratugarins. Frakkland siglir hér gegn straumnum, getur ekki hugsað sér að ríkið ákveði ekki gengið á eigin gjaldmiðli. Bretton Woods er að brotna niður en Frakkland vill ganga lengra og taka upp sömu mynt og þjóðverjar.

Eina ástæðan fyrir því að Þjóðverjar gefa þessum pælingum Pompidou gaum er pælingin um “European solidarity” og að setja þjóðarstolt til hliðar. Willy Brandt er kanslari Þýskalands á þessum tíma, fékk Friðarnóbel 1971 fyrir framlag sitt til meðvitundar um stríðshryllinginn. Hann er basically með sektarkenndina brennda inn í sig. Á þessum tíma í Hague er fólk að ræða European Reserve Fund en það fer ekkert.

1970 Werner nefndin sem á að skoða grundvöll myntsamstarfs er komið á laggirnar. Werner skýrslan kemur út. Þar kemur skýrt fram að án pólitískrar sameiningar, auðvelds flutnings vinnuafls og sameiginlegs samfélagssjóðs er ekkert vit í að vera með sömu mynt. Þetta er ágætis lýsing á því hvernig Bandaríkin virka: eitt félagskerfi, eitt vinnuafl og sameinuð stjórnmál. Þarna átti Werner nefndin einfaldlega að segja stopp við myntbandalagi fyrst að ekkert ríki vildi fórna sínum skattstofni fyrir aðra þjóð eða kjósa fulltrúa fyrir hvern annan. Í stað þessbætir nefndin við að kannski, bara kannski, gæti myntbandalag orðið til þess að einmitt þessar forsendur byrji að myndast þegar allir fara í sömu sæng. Það verður einhver gerjun og hamagangur en úr því þróast aðstæður. Fyrst kemur mynt, svo kemur samstarf, kannski, vonandi. Werner nefndin var með rétta greiningu en halda möguleikanum opnum.

Þegar hér er komið við sögueru Frakkar alveg að verða vitlausir. Þeir saka Þjóðverja um að vera með of hátt skráð mark og eru með samsæriskenningar um að þeir séu aftur farnir að stjórna Evrópu. Eina lausnin er sameiginleg mynt. Þá fara öll vandamálin þeirra. Werner nefndin, undir pressu frá Frökkum og Þjóðverjum, kynna einhverja samsuðu af hugsanlegu myntbandalagi þar sem þjóðir afsala sér ýmsum réttindum til að “samstilla” ríkisfjármal undir sameiginlegri peningastefnu til að tryggja stöðugleika. Fjölmiðlar, hagfræðingar og jafnvel samstarfsmenn úr nefndinni hökkuðu nefndina í sig. Hugmyndafræðin að Evrópskum stöðugleika og myntsamstarfi var fædd, en tillögunni var hafnað af Þjóðverjum, í bili.

Næsta skref er tekið í framhaldi af Werner skýrslunni. Frakkar eru með hugmyndir um stöðugleika og þýskan efnahag sem akkeri til að hengja sig í. Þjóðverjar eru með hugmyndir um að vera “góður borgari” innan Evrópsks samstarfs, þjakaðir af sektarkennd eftir seinna stríð.

Ný hugmynd! Titlaður “snákurinn”: níu myntir festa gengið sitt og leyfa ákveðið flökt með vikmörkum sem mynda “göng” sem hver mynt (snákur) ferðast um. Snákurinn var með sömu vandamál og Bretton Woods. Franski snákurinn hrynur út. Frakkar niðurlægðir. Aftur. Le snake.

Væri ekki best að drepa þennan snák og gleymahugmyndum um sameiginlega mynt? Nei, Frakkar sjá ennþá lausn í myntbandalagi og Þjóðverjar leiðast enn til, þjakaðir af sekt. Þýskaland hélt áfram að taka fram úr öðrum þjóðum efnahagslega og eftir sitja niðurlægðir Frakkar með verðbólgu og vesen.

Níundi áratugurinn: Fastgengi heldur áfram að molna niður. Líran felld um 25%, og frankinn um 20% á móti markinu á rúmu ári. Hagvöxtur var að minnka á heimsvísu. Helmut Kohl verður kanslari árið 1982. Telur sig “síðasta Evrópusinnaða kanslarann”. Finnur fyrir mikilli ábyrgð að Þýskaland sé heimsveldi sem stuðli að friði og jafnvægi. Sektarkenndin ekki horfin. Mitterrand orðinn Frakklandsforseti, heldur áfram að pressa á sameiginlega mynt. 1987 og 1988 var mikið ‘back and forth’ á milli Frakklands og Þýskalands um hugsanlegt myntsamstarf. Árið 1989 fer umræðan að snúast um skilyrði samstarfs. Kominn tími á nýja nefnd: Delors nefndin. Sama og Werner, en Delors varpar auk þess ljósi á vænta kosti þess að þurfa ekki að breyta um mynt milli landa (‘remove intra-Community exchange rate uncertainties and reduce transaction costs’). Lítið af gögnum sem styðja þetta, en töluvert af rannsóknum sem sýna að skiptikostnaður og gjaldeyrisáhætta sé brot af kostnaði við vöruskipti, og ávinningur fljótt að éta upp þann kostnað. Kohl ekki tilbúinn að taka stökkið (ekki enn …) — “Abandoning the Mark is a great sacrifice for the Germans. Public opinion not yet ready for it”.

Berlínarmúrinn fellur. Kohl fókusar á að sameina Austur og Vestur. Gerir klaufavillu með því að sameina gjaldmiðla Austurs of Vesturs á jöfnu gengi. Gengur á endanum. Sameining og fagnaðarlæti. Árið 1990 er Kohl kominn á mikið flug, nýtur trausts og hefur mikið fylgi. Fer að sjá hlutverk Þýskalands í Evrópu sem stærra og hugmyndafræðilegra. Sér myntbandalag sem nauðsynlegt óafturkræft skref í átt að sameiningu og friði.

Þá er komið að Maastricht sáttmálanum. Hér er kominn hugmyndafræðilegur grundvöllur. Jean-Paul Trichet, fjármálaráðherra leiðir teymi Frakka, Horst Köhler leiðir teymi Þjóðverja. John Major tekinn við af Thatcher, ekki eins rosalega neikvæður í garð myntbandalags, en aðkoma Breta er þó takmörkuð. Kohl er í miklum gír, sakar alla sem eru andstæðir myntbandalagi um að vera þjóðernissinnar og gegn sameinaðri Evrópu. Kohl hafði hinsvegar engan áhuga á myntbandalagi með sameiginlegum samfélagssjóði, því þar kæmi Þýskaland til með að borga brúsann, að gefinni reynslu. Hvert og eitt land kæmi til með að vera undir ströngu eftirliti nýrrar stofnunar; ECB (European Central Bank). Jafnframt var “no bailout” regla, og takmark á debt-to-GDP hlutfalli (skuldir deilt með þjóðarframleiðslu). Aðal reglan var auðvitað ‘gullna reglan’, þjóðir eiga ekki að vera með ríkishalla nema útaf “langtímafjárfestingum í innviðum”. ‘Langtímafjárfestingar’ er teygjanlegt og umdeild hugtak sem yrði þrætuepli. Því var reglan um að hámarki 3% ríkishalla fest í Maastricht sáttmálann til að einfalda hlutina. Innskot: Mody fer mjög vel í saumana á intellectual leikfiminni sem var krafist til að réttlæta svona einfalda reglu. Fjölmargir hagfræðingar hafa gagnrýnt þessa fáránlegu reglu. Hún er heimskuleg þegar vel vegnar, og hættuleg í kreppu.

ECB er stofnaður. Í Bandaríkjunumer Fed með ‘double mandate’ eða tvö meginhlutverk; stöðugleiki og atvinnustig. ECB er bara með stöðugleikamarkmið. ECB hefur ætíð síðan einblíntá verðbólgu og stýrivexti. Hann er ekki ábyrgur gagnvart neinni ríkisstjórn eða þjóðarhagsmunum eins og aðrir seðlabankar. Þetta er skrýtinn seðlabanki með mikið vald.

Ríkishallamarkmiðs og verðbólgumarkmiðshugmyndafræðin voru fræin að myntsamstarfi Evrópu. Lítið sem ekkert var gert til að fylgja þessu samstarfi eftir með alvöru samfélagssjóðum eða greiningum á því hvernig þjóð í efnahagskreppu ætti að koma sér út úr henni innan reglna Maastricht sáttmálans. Vonin var tvíþætt: strangarreglur í anda Þjóðverja mynduðu grunn að stöðugleika og að pólitískt samstarf mundi fylgja fast á hæla myntbandalags. Hvorugt varð að veruleika. Maastricht sáttmálinn var innsiglaður 1992.

Innskot: Goðsögnin virðist hérna lifa um Þýskan “aga” í ríkisfjármálum. Þýskaland er með sterkar útflutningsstoðir og fyrirtæki sem er erfitt að keppa við. Þeir fóru úr því að framleiða allskonar í að vera premium-framleiðendur, fóru upmarket. Með viðskiptaafgang er mjög auðvelt að vera “agaður í ríkisfjármálum” og það verður kannski að greina samband agans og viðskiptaafgangs. Evrópuþjóðir sáu Þýskaland og keyptu pælinguna að flytja inn þennan ‘aga’. Þetta er orðræða sem maður hefur oft séð á Íslandi, að efnahagsmál og peningastefnan hérna sé í rugli og það sé engin önnur leið út úr óstöðugleikanum hérna nema að komast inn í þennan aga, þ.e. ECB, og afsala okkur peningastefnusjálfstæði. (Óstöðugleikinn á Íslandi hefur birst í gengissveiflum, bankakerfi sem blæs hratt út, verðbólgu, innflæði fjármagns og skuldasöfnun einkageirans).

Danir höfnuðu Maastricth sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu 1992. Frakkar samþykktu með aðeins 51% atkvæða.

Evran var tekin upp í janúar 1999 með fastgengisstefnu og með 0% vikmörkum á milli DE, FR, AU, ES, PR, NL, LU, BE, IR, IT og FI. Í aðdragandum lagði Gerhard Schröder til að færa tímalínuna aftur þar sem mörg af þeim ríkjum sem voru aðilar ættu eftir að eiga erfitt með að lifa innan strangra reglna sem settar hefði verið í Maastricht: “Evran verður veiklulegur fyrirburi”. Þjóðverjar voru loksins að losna undan sektarfjötrun stríðsins. Schröder var yngri en Kohl, hafði ekki minningar af stríðinu og var kosinn 1998. Schröder tekur við þegar Evran er komin með skriðþunga sem ekki verður stöðvaður. Projektið heldur áfram

Innskot: Þjóðverjar og Kohl sérstaklega bera mikla ábyrgð á göllum samstarfsins. Þeir heimfærðu sína efnahagsstefnu og sinn aga til að þurfa ekki að ‘borga brúsann’ fyrir hina. Frakkar voru hinsvegar samsekir og hundsuðu líka hagfræðina.

ECB þarf strax á sínu fyrsta ári að standast Þjóðverjum snúning. Þjóðverjar vilja lægri stýrivexti til að rífa upp atvinnustig. Evran er orðin eins árs og allir eru að fóta sig á nýju pólitísku sviði. ECB stenst árásir frá Schröder og fókusar á markmið sitt: stöðugleika, ekki vöxt. Þetta eru fyrirheit um það sem koma skal.

Grikkland tókui upp evruna árið 2001 af óskiljanlegum ástæðum. Hvorki Grikkland né Ítalía mættu ströngum skilyrðum en var samt hleypt inn með brellum og jafnvel blekkingum. Bæði hagkerfin eru veik og í hnignun. Sjá ECB sem akkeri, sjá stöðugleika og sterkan gjaldmiðil. ECB er töfrateppið. Árið 2004 var rýnt í bækur Grikklands, þar kom í ljós að upphefnar hagtölur voru rangar. Um leið og Grikkland var hleypt inn í efnahagssvæðið árið 1981 jókst viðskiptahalli gríðarlega, og samkeppni við erlend fyrirtæki jókst, sem þrýsti ‘lélegum’ innlendum fyrirtækjum út í jaðar grás hagkerfis til að forðast skattheimtu. Grikkland stóðst ekki alþjóðlega samkeppni og hefði þurft að færa sig munhægar inn á alþjóðamarkaði með strangari reglur um fjármagnsflutning eða eitthvað slíkt. Ef viðskiptahalli myndast er hann greiddur með lántöku, veikingu gjaldmiðils eða sveltistefnu. Skuldaálag ríkissjóðs jókst jafnt og þétt í Grikklandi. Spilling og skattsvik hélduaftur af vexti.

Árið 1999 herti ríkisstjórnin ríkisfjármálin, minnkaði fjárlagahallann og verðbólgu. Schröder var hrifinn og Grikklandi hleypt inn í evruna 2001.

Innskot: Það var algjör stemning sem fólst í því að sjá ríkisstjórnir “hysja upp um sig brækurnar” til að komast inn í Evruna. Það hefur eflaust gefið evrunni smá ‘big boys club’ blæ. Fólki hefur liðið vel að setja ströng skilyrði sem verða til þess að ríkisstjórnir utan Evrunnar hafa standard til að setja sér, sjá svo árangur erfiðis og fá inngöngu.

Árið 2000 springur dotcom bólan. Evran fellur. Alan Greenspan, þáverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, lækkar strax stýrivexti til að koma í veg fyrir spíral. ECB gerir ekkert fyrr en fimm mánuðum seinna. Þetta átti eftir að verða mynstur. Seðlabanki USAbregst alltaf mun fyrr við aðstæðum, ECB dregur lappirnar. Í september 2002 var hagkerfið í USA komið á skrið aftur, en ECB var ennþá að baula á ríkisstjórnir að draga úr ríkisútgjöldum til að halda aftur af verðbólgu.

Varðandi ábyrgð ECB:

The ECB was hyper-independent: as a central bank without a nation-state, it operated with virtually no political oversight.11 Hyper-independence was not necessarily a good thing, as Paul Volcker, former chairman of the Fed, had pointed out. The ECB’s lack of political accountability could lead to errors and instability. However, European policymakers regarded the ECB’s independence as an unmixed virtue.

Partur af samstarfi Evruríkjanna var SGP (Stability and Growth Pact). Í þeim sáttmála fólst kerfi til að refsa ríkjum sem virtu ekki stöðugleikareglurnar (3% reglan og debt-to-GDP hlutfall). Ríkishallinn hjá DE, FR og IT var að aukast jafnt og þétt og reynt var að skauta framhjá reglunum um hámark 3% ríkishalla. Það tókst, FR og DE sluppu með skrekkinn. ECB festi sig enn og aftur í sessi sem “intellekt” og “lögga” Evrusvæðisins og talaði hátt gegn undanþágum eða túlkunum á SGP. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stóð ekki í lappirnar gegn Fransk-Þýska bandalaginu í þetta skiptið.

Innskot: Hrokinn gagnvart þjóðum sem komu seinna til með að þurfa á svona undanþágum að halda!

Innskot: Ríkissjóður er eins og loftkæling. Ef það er of heitt þá er atvinnustig hátt og velferðarkerfið er lítið (minna af atvinnuleysisbætum t.d.). Þegar það er kalt og atvinnustig lágt þá þenst t.a.m. velferðarkerfið út og ‘hitari’ ríkisva fer í gang. Við útþenslu eykst eftirspurn í þjóðfélaginu og hagkerfi koma sér aftur réttu megin við strikið. Þetta er vel þekkt Keynesísk hagfræði sem þjóðir innan myntsvæðis ECB hafa neitað sér um til að komast í evruna. Þróun frá Keynesisma er hluti af neo-classical hagfræðihugsun. Evrópska spinnið á neoclassical hagfræði er mjög … twisted.

Þetta höfðu Þjóðverjar um Keynes að segja, á ögurstundu 2008:

Britain’s Prime Minister Gordon Brown was a prominent political advocate of coordinated fiscal stimulus. But the Germans were not happy. They did not like fiscal stimulus. Hurling words because he had no good arguments, German Finance Minister Steinbrück accused Brown of a “breathtaking shift to crass Keynesianism.”124 Steinbrück and, indeed, most Germans considered it wishful thinking that stepped-up public spending and tax cuts would pay for themselves by pulling an economy out of, or preventing, a recession.

Fram að þessu hefur Evran verið meira þrætuepli en sameiningartákn. Lítið krælir á ríkara pólitísku samstarfi sem rekja má til tilvist sameiginlegs gjaldmiðils, sérstaklega ekki þeir þættir sem nauðsynlegir eru til að viðhalda sameiginlegum gjaldmiðli; sameiginlegt velferðarkerfi, sömu kjörnu fulltrúar o.fl. Undiralda gegn Evrópusvæðinu er farin að birtast meðal almennings og stjórnarskrá EU er hafnað. Þar sem sjá má að aldurs, menntunar og tekjudreifing er mjög skipt í skoðunum á Evrópu, evrunni og nánara samstarfi — fólk farið að skiptast í fylkingar, þeir sem fíla hugsjónina og þeir sem hafa lítið grætt á henni.

Innskot: Að mínu mati er þetta almenningur sem er að hafna neo-classical hagfræði og afleiðingum hennar, sérstaklega Evrópsku útgáfunni. Aukið bil á milli stétta, verkalýðsfélög lögð niður o.fl.

Frá árinu 2004 og fram til Fjármálahrunsins 2008 er farið að sjást í bresti á fjármálakerfi Evrópu. Mörg lönd eru “overbanked”, þ.e. of margir bankar eru að sækja sér of stóran hlut síns hagnaðar í léleg lán. Stórir bankar hafa hlut eigna sinna bundna í bandarískum undirmálslánum og innlendum fasteignalánum sem eru of veðsett eða byggð á útblásnu fasteignaverði. Írar og Ítalir sitja í súpunni.

Euro-area banks not only had less equity relative to their assets, but until 2005, most euro-area banks also earned lower returns on equity than did US banks or banks elsewhere in Europe (figure 4.5). The reason for the low returns was simple: assets of banks in the euro area were not sufficiently productive. Simply put, the euro area was “overbanked” and had low productivity growth; there were too many banks, and the businesses to which they lent were not growing quickly enough.

… og …

From its very start, the euro area was “overbanked.” Bank assets equaled 250 percent of GDP, far higher than in the United States or even in Japan. The density of bank branches in the largest euro-area economies — Germany, France, Italy, and Spain — was also much higher than in the United States or Japan. And the overbanked euro area faced slowing productivity growth, which could deliver only meager returns on traditional lending activities.

… evran leiddi líka til þessa að lánsfé streymdi inn í nýju löndin …

German and French banks also led a homegrown irrational exuberance. They rapidly increased their lending to the eurozone’s so-called periphery countries: Greece, Ireland, Portugal, and Spain. The periphery countries now suddenly looked “risk-free.” Before the euro’s introduction, these countries could, and did, devalue their national currencies. After the devaluation, domestic borrowers found it harder to repay international debts denominated in US dollars or German marks.

… og sérstaklega til landa þar sem vextir voru háir (eitthvað sem Íslendingar hafa súra og erfiða reynslu af) …

Thus, in an almost perfect replication of Walters’s prediction, foreign capital flowed to countries with high inflation rates; the inflow of capital raised the inflation rates further, which, in turn, caused more capital to flow in (figure 4.9). With a single monetary policy, the ECB had no way to stop this self-reinforcing process. Meanwhile, German and even French inflation remained relatively low, because their banks were pushing funds toward the periphery. The ECB was essentially powerless to deal with the inflation divergence across the eurozone’s member states.

Þetta lánsfé varð samt ekki til þess að undirliggjandi productivity færi upp á við.

Kreppan er skollin á með hruni Bear Stearns og svo Lehman Brothers. Fed bregst hratt við en aftur er ECB að draga lappirnar sem eykur á vanda Evrusvæðisins og hægir á hagvexti. Grikkland tilkynnir 2009 að ríkishallinn verði 12.5%, og að 2008 ríkishallinn hafi verið mun hærri en áður var áætlað. Hérna hefst sorgarsagan þar sem IMF, Bundestag (þýska þingið) og ECB reiða fram lán á eftir láni til að halda Grikklandi frá því að hrynja út úr evrunni. Hverju láni fylgja ströng skilyrði um hertar ólar í ríkisfjármálum.

Innskot: Stolt Grikkja er tekið af þeim. Ríkið er holað að innan. Evran er of sterk fyrir útflutning og til að bæta gráu ofan á svart eru þeirra eigin “syndir” (spilling og skattsvik) notuð sem útskýringin á þeirra vandamálum, bæði í pressunni, meðal stjórnmálamanna og seðlabankamanna. Sveltistefnukrafan gerir allt miklu verra, og innan IMF er fólk sammála um að skilyrðin séu of ströng til að Grikkland geti nokkurntímann unnið sig upp til að standast greiðslur í gjaldmiðli sem þeir hafa ekkert með að gera og hefðu aldrei átt að taka upp. En Grikkland er lítið hagkerfi í stóra samhenginu og í huga EU eru það praktísk atriði sem vega á móti samvisku sem nagar eflaust ófáa sem að þessum málum stóðu, að halda Grikklandi í skuldafangelsi. Praktíska atriðið fyrir DE og FR er að verja heiður Evrunnar og koma í veg fyrir hugsanleg domino-hrun ef ein þjóð skyldi hrynja út.

Írland (2010) svo Portúgal (2011) reiða sig á björgunaraðgerðir. Írland sleppur á endanum með skrekkinn og nær sér aftur á strik, að hluta til útaf skattaprógrammi þar sem stór alþjóðleg fyrirtæki eru löðuð til landsins og loforða sem komu snemma um að bankakerfið yrði varið. Spánn og Ítalía eru næst í röðinni. ECB skrifar bréf beint til forsetisráðherra ES og IT með leiðbeiningum hvernig á að haga ríkisfjármálum. Stórt skref í vitlausa átt, langt útfyrir svið seðlabanka almennt. Sýnir hvað myntsvæðið er orðið steikt og ólýðræðislegt. Grikkland er með kosningu um sveltistefnu (e. austerity measures) sem er eitt af skilyrðum björgunarlána ECB og IMF. Merkel og Sarkozy koma í veg fyrir að úr kosningunni verði á síðustu stundu með hótunum um að sparka Grikklandi úr myntsvæðinu.

Innskot: Það er hér um bil ógerningur fyrir land með lítinn útflutning að hætta í evrunni. Allar skuldir eru í evrum og ef landið tekur upp nýja mynt mun hún hríðfalla á móti evru. Þá þjóta lánin upp og gera illt verra. Landið getur þó loksins sagt skilið við sína skuldara, en það þarf að byggja upp sinn efnahag frá grunni og mun ekki geta flutt mikið inn með svo veika og nýja mynt sem nýtur ekki trausts á mörkuðum. Þessvegna er það alvarleg hótun að henda einhverjum sem er skuldsettur út úr myntbandalaginu. Merkel og Sarkozy voru basically að hóta því að margfalda skuldsetningu Grikklands og dæma það til að fara hundrað ár aftur í tímann efnahagslega.

Hin fáránlega lógík að herða ríkisfjármál í landi í kreppu er útskýrð frekar vel í bókinni:

The IMF-European creditors’ austerity plan would make it even less likely that the Greek government would repay all its debts, as the Wall Street Journal had explained some days earlier. Nathan Sheets explained the same logic in somewhat greater detail at the April 27–28 FOMC meeting. If the Greek government could miraculously implement the extraordinary tax increases and spending cuts proposed, businesses and households would spend less, and GDP would fall sharply. Tax revenues would fall along with GDP, and the budget deficit would not shrink as much as anticipated. Because of the decline in GDP and the smaller-than-expected deficit reduction, the debt burden — the debt-to-GDP ratio — would rise from its already high level. Interest rates paid by the government would become intolerable. Sheets concluded that although European authorities considered restructuring of Greek debt “unthinkable,” their austerity-centered financial bailout program would make restructuring “unavoidable.”

Spánn næstur til að fá fjárhagsaðstoð 2012. Stýrivextir komnir niður í 0.25%. Draghi (forseti ECB) tilkynnir að “gera þurfi hvað sem það kostar til að bjarga evrunni”. ECB kynnir nýtt björgunartól: OMT. Þarna er ECB að kaupa skuldir af seðlabönkum aðildarlanda, en gegn ákveðnum skilyrðum. Enn og aftur ECB farinn að stíga á tærnar á stjórnmálamönnum og saxa á lýðveldiskerfið þar sem fólk kýs sína fulltrúa. Þjóð í neyð þarf að lúta reglum ECB og IMF. (Áhugavert: IMF skuldir eru oftast efst í bunkanum, greiðast fyrst).

Árið 2013 glittir í anti-EU sentiment í kosningum í Ítalíu.

ECB kynnir QE prógram árið 2015 til að létta enn frekar á seðlabönkum ríkjanna. Verðbólga er ennþá of lág. Hærri verðbólga væri tákn um efnahagsbata. Alexis Tsipras tekur við kyndlinum í Grikklandi ásamt Yanis Varoufakis. Syriza flokkurinn er með eitt stórt atriði á sinni stefnuskrá: segja sveltistefnunni og skuldafangelsinu stríð á hendur og endurheimta stolt Grikkja sem hafa tekið á sig gríðarleg högg. Spurningunni er strax varpað til þjóðarinnar og í þetta sinn tekst Merkel og Sarkozy ekki að standa í vegi fyrir því. Þjóðin kýs hátt og skýrt: ekki meiri sveltistefna (61%). Alexis bregst þjóð sinni, hundsar niðurstöður atkvæðagreiðslunnar og bugast undan pressu og hótunum um að þeim verði hent á hafsauga. Yanis segir af sér.

Innskot: Bókin Adults in the Room eftir Yanis Varoufakis sem var fjármálaráðherra Grikkja í nokkra mánuði árið 2015 fer betur í gegnum þessa sturluðu atburðarrás.

Brexit 2016. Macron verður forseti 2017.

Ítalía

Margir eru á því að vandamál Ítalíu sé mestmegnis Ítalíu að kenna. “Ömurlegri hagstjórn” (Link).

From the start of the crisis in 2007, per capita (average) Italian incomes had dropped sharply (figure 8.1). As a benchmark, in 2007, the average German had a 10 percent higher income than the average Italian; in 2014, that gap had increased to more than 30 percent.

… og …

Italy’s problem was the direct result of its being in the eurozone. In late 2013, when the Italian real interest rate was around 3 percent, the French real interest rate was around 1.5 percent, and the German close to 0.5 percent.

… og …

Sadly, but some would say predictably, the euro failed to act as the “external anchor” that would tame Italy’s unruly politics. Once the global financial crisis started in mid-2007, Italy remained either in crisis or in a state from which it could quickly relapse into another crisis. During these crisis years, the euro area’s macroeconomic policies — operating with the twin norms of fiscal austerity and price stability at all costs — constrained Italian opportunities for economic recovery. Those constraints operated most viciously between 2011 and 2013, and they pushed Italy close to the economic and financial cliff edge. The easing of interest rates — through the promise of OMTs in July 2012 and QE since 2015 — was too late to help stimulate a robust recovery and pull Italy out of a potential deflationary trap.