Jökull Sólberg

Loftgæði appið

14. desember 2019

Hægt er að fylgjast með loftgæðum á Íslandi í appi fyrir iPhone. Gögnin eru sótt sjálfkrafa af vefsíðunni loftgaedi.is.

JSON gögn sem eru scrape-uð af loftgaedi.is má nálgast beint á loftgaedi.onrender.com. Gögnin eru uppfærð með skömmu millibili, en geta verið úreld um einhverjar mínútur miðað við það sem er á loftgaedi.is.

Appið er ekki á vegum Umhverfisstofnunar eða þeirra sem mæla loftgæði og/eða reka mælingarstöðvar.

Þjónustan notar Python FastAPI, requests og Postgres. Appið notar SwiftUI og þarfnast iOS 13 eða nýrri útgáfu af iOS.