# 2019 annáll
2019-12-26
## Bækur 2019
### Mannlíf milli húsa (Jan Gehl)
Ef ég horfi yfir árið og hvað ég hafðist við þá er greinilegt að þessi bók hafði mikil áhrif á mig.
Hún fjallar um það hversu félagslegt fyrirbæri borgin er. Það sem gerist fyrir utan veggi húsa
blómstrar eða visnar eftir því hvernig við hönnum það umhverfi. Líf fólks er runa af athöfnum sem
tvinnast saman og flest líf eru í þéttbýli. Þessvegna er vel þess virði að gefa þessum fræðum gaum
og hugsa útfrá sem flestum vinklum — ekki bara verkfræðilegum, þó stórmannvirki séu sum hver
nauðsynleg og jafnvel stórfengleg. Þetta smáa, hversdagslega og viðkvæma er enn mikilvægara. Sumar
borgir þróast í kringum akstur. Það gerir það að verkum að hún verður óaðgengileg fyrir þá sem keyra
ekki. Þá er eins gott að eiga bíl. Svona spíralar eru út um allt þar sem manngert umhverfi er
skipulagt og hugsað með einhverjar ákveðnar þarfir í huga á meðan aðrar gleymast. Bókin er með ótal
myndrænum útskýringum og ljósmyndum sem gera lesturinn straight forward og notalegan.
### Shadow Divers (Robert Kurson)
Djúpkafarar eru klikkaðir. Spennandi og sönn saga um leit að dularfullum kafbát Nasista á hafsbotni.
### The McKinsey Edge
Þar sem ég byrjaði í ráðgjöf á árinu var mér ráðlagt að lesa þessa bók. McKinsey ráðgjafar eru
þekktir fyrir vönduð verk. Hvernig fara þau að því? Fleiri klukkutímar í undirbúning, spurja
„afhverju?“ aðeins oftar og sterkur kúltúr þar sem hvatt er til ýmiskonar rýni. Sjónræn framsetning
á öllu í formi PowerPoint glæra sem eru pakkaðar af upplýsingum. Ekkert rocket science og engin
töfra lausn.
### How to Hide an Empire (Daniel Immerwahr)
Bandaríkin eru heimsveldi (e. empire). Þessa staðreynd meðtökum við almennt ekki, heldur hugsum
yfirleitt um Bandaríkin sem hóp fylkja á milli Mexíkó og Kanada. Þegar aðfluttir landkönnuðir höfðu
útrýmt eða einangrað frumbyggja var sókninni langt frá því að vera lokið. Fjölmörg svæði, t.a.m.
Hawai, Alaska, Filipseyjar, Guam, Puerto Rico, Virgin Islands, Samoa Eyjar, svo ekki sé minnst á
ótal herstöðvar, eru undir ýmiskonar yfirráði, allt frá „full blown“ innvinkluðum fylkjum í óbyggðar
og umdeildar eyjar í Kyrrahafinu. Fólkinu sem þar býr eða bjó er ýmist ýtt til hliðar eða sjálfræði
þeirra svipt.
Svo ég taki aðeins eitt af fjölmörgum dæmum úr bókinni: Árið 1946 voru 167 Marshallískir íbúar
Bikini Atoll eyjunnar fluttir á eyjuna Rongerik Atoll. Þeim var lofað að flytja aftur til baka að
loknum prófunum á kjarnorkusprengjum á þessu svæði. Rongerik Atoll er eyja með nánast engum innviðum
í 200 km fjarlægð. Þar sá herinn um að flytja fólk og búslóð ásamt birgðum af mat sem entust í
nokkrar vikur. Flutningarnir reyndist erfiðir heimafólki og innan nokkura ára var fólk vannært og
nokkrur soltnir til dauða. Árið 1969 var fólki aftur leyft að flytja til síns heima á Bikini Atoll
eyjuna. Árið 1978 kom hinsvegar í ljós að eyjan var enn geislavirk. Vel gert Bandaríkjamenn. Ótal
svona dæmi eru í bókinni þar sem heimafólki er gert að sitja undir stefnu og stjórn Bandaríkjamanna.
Undantekningalaust fá heimamenn skertan aðgang að markaði og innviðum Bandaríkjamanna — þannig að
fólk er ekki endilega að njóta góðs af því að tengjast „þróaðra“ ríki. Enn eru dæmi um slíka
meðferð, t.d. í Puerto Rico. Í dag sjáum við fréttir um meðferð Úrígúa í Kína. Það gleymist kannski
að Bandaríkin eru enn með gríðarlega kynþáttaskiptingu meðal fangelsaðra. Svört saga. Góð bók. Hissa
að hún var ekki á fleiri listum yfir bestu sagnfræðina á árinu.
Læt fylgja með þetta highlight þar sem fjallað er um infædda Hawaiíska hermenn í seinni heimstyrjöld
sem börðust hetjulega fyrir hönd Bandaríkjanna (sem er kannski ekki sjálfsagt!):
> One soldier, Daniel Inouye, exhibited near-inconceivable levels of valor in Tuscany at the war’s
> end. When three German machine guns pinned his men down, he stood up to charge. He was immediately
> shot in the stomach, but he ran toward the first machine-gun nest and blew it up with a grenade.
> He then, in his words, “lurched up the hill” toward the second emplacement, dispatching it with
> two grenades. On his way toward the third nest, his last grenade in hand, a German rifle grenade
> hit his right elbow and “all but tore my arm off.” But his right fist, hanging now from “a few
> bloody shreds of tissue,” still clenched an armed grenade. He pried the grenade free with his left
> hand and hurled it into the third machine-gun nest. As the few surviving Germans ran out, Inouye
> unslung his tommy gun and, left-handed, sprayed them with machine-gun fire. It was only after
> getting shot again, in the leg, that he finally collapsed.
### The Uninhabitable Earth - David Wallace-Wells
Samantekt á loftslagsvísindum okkar tíma, tilraun til að fanga alvarleika málsins, þann heim sem við
búum í ef ekki tekst vel til að spyrna við fótum og í lokin umræða um hina andlegu hlið; bæði ýktra
dómsdagsspáa og afneitunarsinna. Það er mjög erfitt að meðtaka þetta allt og bókin fjallar einmitt
að hluta til um það hversu flókið þetta fyrirbæri er. Það er ekki hægt að lesa margar svona bækur.
Ég fann fyrir alvöru loftslagskvíða-slash-þunglyndi á árinu. Þetta er alveg kexruglað dæmi, að við
skulum ekki bregðast harðar við þessum raunveruleika. Mér finnst eldra fólk vera að bregðast. Það
eru skýr kynslóðaskipti þegar kemur að loftslagsmálum. Yngri afneitunarsinnar eru með gamlar sálir.
### Are We There Yet? (Dan Albert)
Þegar ég las þessa var ég kominn mjög djúpt í rafhjóla- og borgarskipulagspælingar. Þessi bók kom út
á árinu og er um sögu einkabílsins í Bandaríkjunum. Hann er settur í menningarlegt samhengi fyrst og
fremst. Pólitík, vísindi og verkfræði fá líka að fylgja með. Ég er náttúrlega algjör sökker fyrir
iðnaðarsagnfræði. Ekki skemmir ef bókin er líka fyndin á köflum. Fullt hús. Besta bókin sem ég las á
árinu, held ég.
### The Code of Capital (Katharina Pistor)
Þetta var soldið spútnikk bókin í ár meðal hagfræðinga og Financial Times kreðsunnar (sem ég
fylgjast mikið með á Twitter). Það er inneign fyrir því. Bókin fylgir þeirri staðhæfingu eftir að
auðvaldið sé fyrst og fremst skilgreint í lögum og eignir séu ekki veraldlegar heldur það sem við
skilgreinum sem lögverjanlega eign. Pólitík gengur út á það að skilgreina mörkin þar sem
eignarhaldið heldur vatni — en að sama skapi eru það færustu lögfræðingar heims sem fást við að
tvinna saman þræði laganna í samningagerð þannig að allt falli réttu megin í mögulegu réttarfari og
mjaki þannig skilgreiningum í ákveðna átt. Ferlinu er lýst með ótal dæmum, þar sem t.a.m.
landeigendur börðust í fjölda ára í ótal samfélögum fyrir að fá eignir sínar viðurkenndar gagnvart
ríkinu sjálfu. Þetta er semsagt allt mannana verk. En hvernig er hægt að viðurkenna eignir þvert á
landamæri? Og hefur þetta eitthvað með ójöfnuð að gera? Góðar pælingar. Það þarf meira en bara gögn
sem sýna fram á aukna auðsöfnun. Við þurfum líka að skilja hvaða starfsstéttir bera hvaða ábyrgð og
að hvaða leiti þetta er félagslegt.
### The Case for People's Quantative Easing (Frances Coppola)
Bókaritgerð fyrir hagfræðinörda. Var svo heppinn að fá að kynnast höfundinum þegar hún átti leið til
Reykjavíkur. Hún er eldklár og örlítið umdeild á Twitter. Frances er besti penninn sem fæst við að
lýsa heimi fjármála. Hún vann í banka og þekkir „mekanismana“ vel. Þessi bók er um það hvernig
seðlabankar hafa tæklað æ flóknari og pólitískari vandamál í kjölfar efnahagshrunsins 2008.
Magnbundin íhlutun er ekki bara eitthvað eitt fyrirbæri þó því sé oft lýst þannig. Hún sér
lausnirnar í að halda áfram á sömu vegferð en með nokkrum stórum varnöglum. Þarna fylgir líka besta
lýsingin á því hvernig bankar búa til lán sem ég hef komist í.
### Why Iceland? (Ásgeir Jónsson)
Kom út rétt eftir hrun. Las hana af því Ásgeir er núna seðlabankastjóri. Ásgeir er betri
sagnfræðingur en hagfræðingur.
### Walkable City (Jeff Speck)
Fín bók sem tekur saman nýja úrbanismann.
### The Triumph of Injustice (Emmanuel Saez)
Hluti af Pikkety klíkunni. Svakalega ítarlegar hagrannsóknir á ójöfnuði. Þetta er geggjuð bók ef
fólk hefur áhuga á pólitík. Við verðum að skilja þetta fyrirbæri betur. Hér eru afneitunarsinnar sem
og í loftslagsmálunum.
### Skunk Works (Ben Rich)
Gæinn á bak við iconic herflugvélar skrifar um árin sín hjá Lockheed. Gullaldarár Bandaríkjanna og
djúsí rannsóknir í varnarmálum áður en það fór allt að snúast um ómannað drónaflug og eftir
tilvistarkrísu kalda stríðsins. Örugglega ekki bók fyrir alla. En það er nöts að lítið teymi hafi
búið til mach 3 flugvél sem sést varla á radar árið 1964 (SR-71). Cybertruck lúkkið kemur klárlega
frá F-117, önnur flugvél frá Lockheed.
## Skrif
Ég skrifaði greinar fyrir Stundina. Svo hætti blaðamaðurinn sem ég fékk aðstoð frá og ritstjórinn
svaraði ekki pósti. Hefði haldið áfram að skrifa þar. Finnst frábært að það sé fjölmiðill hérna með
„paywall“. Besta
[greinin](https://stundin.is/grein/8234/setjum-markid-haerra-en-sjodsstjorar-wall-street/) mín var
um þjóðarsjóð sem ég tel ekki góða hugmynd.
[Reykjavík Mobility](https://jokull.substack.com/) fréttabréfið hóf hérumbil-vikulega göngu sína.
Það fór mikil orka í þetta en ég uppskar líka eftir því. Er með u.þ.b. þúsund lesendur á sumum
bréfum.
Egill Helgason pikkaði upp eina grein sem fékk mjög góða umræðu:
„[Sjálfkeyrandi bílar hafa ekkert í borgarlínu](/selfdriving)“.
## Podcasts / Twitter / TV / o.fl.
Bestu sjónvarpsseríurnar:
- Chernobyl
- Fleabag S02
- Mindhunter S02
- Succession S02
- When They See Us
- Top Boy S03
- Warrior S01
Nokkrir skemmtilegri Twitter prófílar sem stóðu upp úr á árinu
- [Hafþór Óli](https://twitter.com/HaffiO) – gott grín
- [Braig David](https://twitter.com/bragakaffi) – gott grín
- [Gunnar P. Hauksson](https://twitter.com/gunnarph) – gott grín
- [Edward Harrison](https://twitter.com/edwardnh) – hagfræði
- [wonkmonk](https://twitter.com/wonkmonk) – hagfræði
- [Colin Mckerracher](https://twitter.com/colinmckerrache) – bílagreining
- [Brad Setser](https://twitter.com/brad_setser) – hagfræði
- [Jim McPherson](https://twitter.com/safeselfdrive) – samgöngur
- [JohannesBorgen](https://twitter.com/jeuasommenulle) – bankar
- [Star Simpson](https://twitter.com/starsandrobots) – nýsköpun
- [Glen Peters](https://twitter.com/Peters_Glen) – loftslagsmálin
- [Adam Tooze](https://twitter.com/adam_tooze) – sagnfræði, stjórnmál og hagfræði
Færði emailið mitt á FastMail frá Gmail. Sé ekki eftir því. Snilldarþjónusta með mjög góð viðmót.
Keypti YouTube Premium sem er snilld. Gat ekki horft á YouTube án þess að öskra þegar pre-roll
auglýsingarnar byrjuðu. Hélt mér frá því að skoða betur það sem er í boði á YouTube. Með Premium
hverfa auglýsingarnar en maður fær líka aðgang að YouTube Music sem er sama content og er á Spotify,
en í raun líka öll tónlist sem hefur verið uploadað sem myndbandi á YouTube, sem er algjör gullkista
af non-label tónlist. Besta matartengda contentið er á YouTube.
Podcasts: Hlustaði á [OddLots](https://overcast.fm/itunes1056200096/odd-lots),
[Váfuglinn](https://overcast.fm/itunes1228396494/v-fuglinn),
[War on Cars](https://overcast.fm/itunes1437755068/the-war-on-cars) og
[Micromobility](https://overcast.fm/itunes1434457337/micromobility).
Hélt áskrift að Financial Times. Frábært blað með feiknargóð „long reads“. Fyrir utan Financial
Times þá las ég nokkrar góðar greinar á Guardian. Fannst NYTimes og Economist alveg frekar glatað.
Skráði mig í online kúrs sem heitir
[Economics of Money and Banking](https://www.coursera.org/learn/money-banking). Verð að viðurkenna
að ég á enn eftir cirka 1/3 af þessum kúrs. Þetta var áskorun og ákveðinn lokapunktur á ferðalagi
þar sem ég vildi skilja fjármálakerfið.
Ég uppgötvaði nokkur frábær fréttabréf á árinu: [Roots of Progress](https://rootsofprogress.org) um
iðnþróun, [Worth Watching](https://worthwatching.substack.com) um sjónvarpsefni,
[The Week Observed](http://cityobservatory.org) og
[Radical Urbanist](https://radicalurbanist.substack.com/) um borgarskipulag,
[The Credit Writedowns](https://www.creditwritedowns.com) um hagfræði ásamt nokkrum öðrum.
## Persónulegt
Ég og Sunna héldum áfram að hreiðra um okkur og eignuðumst fallegt borðstofuborð og stóla sem og
listaverk eftir [Ými Grönvold](https://www.instagram.com/p/B5qd0l7ApqP/). Hreiðrið maður.
Ég og Sunna ferðuðumst til Frakklands (rómantísk ferð til Parísar og Biarritz) og Egyptalands.
Ég fékk rafhjól á heilann og endaði á að kaupa eitt slíkt.
Við Sunna borðuðum mikið af góðum mat og sóttum veitingastaði bæjarins margoft. Sjá myndir á
[instagram.com/rvkfoodie](https://www.instagram.com/rvkfoodie).
Ég steig til hliðar sem CEO Takumi en er ennþá hluthafi. Þá losnaði tími fyrir aðra vinnu. Gerðist
hluti af Parallel ráðgjöf hér heima og sé ekki eftir því. Hef fengið að taka þátt í mörgum spennandi
verkefnum og hlakka til nýrra á næsta ári.
Ég og Sunna eignuðumst Unnar Sólberg seint í nóvember. Þvílík gæfa og hamingja!
**Stórkostlegt ár**
---